Tenglar

Heimilisfang
Myndir
Litla fyrirtækið mitt
Klifur
Linux/Debian
Rafeindatækni
Örtölvur
ForritunIn English

Heimasíða Gaua

Ég er orðinn doktor í rafmagnsverkfræði við Chalmers Tekniska Högskola í Gautaborg. Verkefnið gekk út á að búa til hátíðni og háafls smára (transistor) í kísil karbíði (SiC).

Kísil karbíð er afbragðs efni sem býður upp á mikla möguleika í háafls kerfum. Það getur unnið við hærri hita en kíslill og minnkar því þörfina á kælikerfi. Það þolir einnig mun hærri spennu en kísill sem gerir það nothæft í alls kyns orkudreifingar tækjum eins og til dæmis í rafmagns og híbríð bílum og einnig í spennubreytum.

Ég bý í Gautaborg í Svíþjóð þessa dagana með Huldu dóttur minni. Hér eru nokkrar myndir fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með lifinu okkar hérna.

Forritun

Ég er eitthvað að burðast við að forrita. Þetta er nú enginn afbragðs kóði en gæti kannski gagnast einhverjum, aðallega þeim sem þurfa að stýra mælitækjum. Mér var bent á forritunarmálið Python og heillaðist. Ég er mun fljótari að forrita bærilegan kóða í þessu forritunarmáli en í öðrum málum. Hér eru nokkur forrit sem ég hef skrifað, vona að þau gagnist.
Hér er aðeins ítarlegri kynning á Python og PyQt fyrir þá sem hafa áhuga á að læra að forrita í þessum forritunarmálum.

Linux-Gpib er verkefni sem ég hef nýtt mér óspart. Hef verið að reyna að búa til nýja Debian pakka fyrir verkefnið og senda til baka umbætur. Þetta er hægt að finna hérna.

Linux

Ég er líka áhugasamur um Linux. Ég nota Debian kerfið og hef að flestu leyti verið sáttari við það en önnur kerfi sem ég hef prófað en það er nú samt ekki gallalaust. Hef verið að myndast við að búa til pakka fyrir Debian undanfarið fyrir forrit sem mér finnst meira en viðeigandi að fylgi dreifingunni, nú eru flestir pakkarnir mínir komnir inn í opinberu Debian dreifinguna en á þessari síðu eru þeir pakkar sem enn eru eftir eða uppfærslur sem af ég af einhverjum ástæðum vil bíða með að setja inn í dreifinguna.

Örtölvur

Ég nota örtölvur töluvert við vinnuna mína. Hef aðallega notað útgáfu frá NXP (áður Philips) sem er byggð á intel 8051 örtölvunni og heitir P89C668. P89C668 er með 8kB minni sem þykir mikið fyrir svona litlar örtölvur. Hann er nú kominn úr framleiðslu en það eru nokkrar nýjar útgáfur í sömu seríu, reyndar með minna vinnsluminni.

Nú er ég hins vegar aðeins farinn að skoða ARM örtölvur sem eru flóknari en mun öflugri en 8051 útgáfan.

Hér er smá inngangur fyrir þá sem hafa áhuga á að forrita fyrir örtölvur, sér í lagi ef maður notar opin tól og Linux.

FPGA

Ég er nýbyrjaður að stúdera Field Programmable Gate Array (FPGA), aðallega til að gera sjálfan mig verðmætari á atvinnumarkaðnum en líka af áhuga. Ef þú vilt nota FPGA á Debian, þá hef ég skrifað nokkrar línur sem gætu sparað svolítinn tíma í uppsetningu.