Forritun

Hér á síðunni eru lýsingar á því litla sem ég kann í forritun. Pródúktífasta forritunarmálið sem ég hef prófað er Python og þess vegna ætla ég að einskorða mig við það. Fyrir grafískt viðmót hefur mér fundist PyQt vera auðveldast.

Fyrir þá sem vilja læra að forrita í Python mæli ég með eftirfarandi síðum:
Kynning á Python
Skilgreiningar í Python
Ég hef ekki fundið (og held að það sé ekki til) yfirlit yfir Python Qt skipanirnar en hér eru leiðbeiningar um Qt forritasafnið sem er skrifað í C++. Þó að leiðbeiningarnar eigi við C++ er mjög auðvelt að yfirfæra þær yfir á Python.

Fyrir þá sem vilja byrja að læra PyQt mæli ég með eftirfarandi forritsdæmum. Skýringartextinn passar jafnt við Python og C++ útgáfuna. Python útgáfu af forritunum er hægt að finna í:
/usr/share/doc/python-qt4-doc/examples/
Það er sniðugast að afrita þessa möppu yfir á heimasvæðið
Síðan skaltu fara í möppuna examples/tutorial og skoða sýnidæmin. Til að keyra sýnidæmin þarftu að skrifa:
$ python tut1.py
í einhverri Unix skel.

Ég mæli með því að nota ritilinn kate til að skrifa forritin. Python gerir greinarmun á inndrætti og það er einfaldast að breyta TAB takkanum yfir í fjögur bil. Það er gert með því að bæta eftirfarandi línu:
# kate: tab-width 4; indent-width 4; space-indent on;
í aðra línu forritsins.

Python og PyQt virka jafnt á Linux, Unix, Windows og Machintosh en ég miða við að fólk noti KUbuntu eða Debian Linux. Smá kynningu á KUbuntu er hægt að finna hér.